Skilmálar

Hafnarborg er falin umsjón með útilistaverkum í eigu Hafnarfjarðarbæjar en þar að auki er það hlutverk safnsins að sjá um fræðslu og miðlun safnkosts síns og stuðla að sýnileika hans, sem hluta af íslenskum menningararfi. Þó skal tekið fram að listanum, sem hér birtist, er ekki ætlað að vera tæmandi yfir þau verk sem finna má í almannarými bæjarins, þar sem fleiri útilistaverk eru staðsett í bænum, ýmist í eigu félaga, fyrirtækja eða annarra einkaaðila. Þá er listaverkaeign Hafnarborgar skráð í menningarsögulega gagnasafnið Sarp en safnmunaskráin er gerð aðgengileg almenningi í gegnum vef Sarps, sarpur.is.

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundarréttarvarið efni en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og safnsins. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu- eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting eða eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef ([email protected]).

© Hafnarborg, rétthafi texta og mynda.