Guðmundur Gissurarson

Gestur Þorgrímsson

1966

Grágrýti
Hb-938

Guðmundur Gissurason (1902-1958) var forstjóri elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs frá því það var stofnað árið 1953 og þar til hann lést. Hann átti mikinn þátt í uppbyggingu heimilisins en auk þess gegndi hann ýmsum öðrum mikilvægum störfum fyrir Hafnarfjarðarbæ. Þá var Guðmundur einn af fremstu forystumönnum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í þrjátíu ár. Hann tók sæti í bæjarstjórn árið 1934 og átti þar jafnan sæti síðan. Hann var einnig bæjarstjóri um skeið árið 1948, auk þess sem hann var forseti bæjarstjórnar hin síðari ár. Jafnframt átti hann tíðum sæti í bæjarráði Hafnarfjarðar og var hann formaður þess er hann lést. Verkið var gjöf Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði til Sólvangs.

Gestur Þorgrímsson, myndhöggvari, fæddist í Laugarnesi við Reykjavík 27. júní 1920. Gestur stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1944-46 og Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1946-47. Á sjötta áratugnum var hann landsþekktur skemmtikraftur og gerði einnig allmarga útvarpsþætti á þeim tíma. Þegar Kennaraháskólinn var stofnaður starfaði hann þar nær óslitið til ársins 1984. Gestur starfaði alla tíð að myndlist samhliða öðrum störfum. Eftir að hann hætti kennslu sneri hann sér einvörðungu að listinni og sinnti mest höggmyndagerð. Auk útilistaverka Gests í bænum varðveitir Hafnarborg fimm önnur verk eftir listamanninn.